spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLögðu Íslandsmeistara Stjörnunnar í Þorlákshöfn

Lögðu Íslandsmeistara Stjörnunnar í Þorlákshöfn

Þór vann tveggja stiga sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Þorlákshöfn í kvöld, 99-97.

Eftir leikinn er Stjarnan í 9. sæti deildarinnar með sex stig á meðan Þór er í 11. sætinu með fjögur stig.

Heimamenn í Þór leiddu lengst af í upphafi leiks. Stjarnan var þó ekki langt undan. Munurinn þrjú stig eftir fyrsta leikhluta, 25-22 og þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var það Stjarnan sem leiddi, 50-53.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Stjarnan góðu áhlaupi og ná að komast í nokkuð þægilega stöðu fyrir lokaleikhlutann, 74-83. Í þeim fjórða snýr Þór hinsvegar taflinu aftur sér í vil. Leyfa aðeins 14 stig í fjórðungnum og skora sjálfir 25. Niðurstaðan að lokum tveggja stiga sigur heimamanna, 99-97, þar sem Rafail Lanaras var virkilega sterkur fyrir þá á lokasprettinum, með 10 stig á síðustu fjórum mínútunum.

Stigahæstir fyrir Þór í kvöld voru Rafail Lanaras með 33 stig og Jacoby Ross með 23 stig.

Stigahæstur fyrir Íslandsmeistara Stjörnunnar í kvöld var Orri Gunnarsson með 20 stig og þá bætti Seth Leday við 18 stigum.

Tölfræði leiks

Þór Þ.: Rafail Lanaras 33/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jacoby Ross 23/5 fráköst, Lazar Lugic 14/11 fráköst, Emil Karel Einarsson 12, Djordje Dzeletovic 9/7 fráköst, Skarphéðinn Árni Þorbergsson 8, Ísak Júlíus Perdue 0, Arnór Daði Sigurbergsson 0, Baldur Böðvar Torfason 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Kolbeinn Óli Lárusson 0, Tristan Alexander Szmiedowicz 0.


Stjarnan: Orri Gunnarsson 20/6 fráköst, Seth Christian LeDay 18/10 fráköst, Luka Gasic 16/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 13/5 stoðsendingar, Pablo Cesar Bertone 12, Giannis Agravanis 11/14 fráköst/7 stoðsendingar, Bjarni Guðmann Jónson 7, Jakob Kári Leifsson 0, Aron Kristian Jónasson 0, Atli Hrafn Hjartarson 0, Björn Skúli Birnisson 0, Daníel Geir Snorrason 0.

Fréttir
- Auglýsing -