spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaLögðu Grindavík með minnsta mun mögulegum

Lögðu Grindavík með minnsta mun mögulegum

Íslandsmeistarar Hauka höfðu betur gegn Grindavík í HS orku höllinni í kvöld í 12. umferð Bónus deildar kvenna, 92-93.

Eftir leikinn er Grindavík í 3.-5. sæti deildarinnar með 16 stig líkt og Valur og keflavík á meðan Haukar eru í 6. sætinu með 14 stig.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins gífurlega spennandi á lokamínútunum, en það var hann svosem nánast allan tímann þar sem litlu munaði í báðar áttir lengst af.

Á lokametrunum var það vörn Hauka sem hélt og stórar körfur frá Amandine Toi sem innsigluðu sigur Íslandsmeistara Hauka, en heimakonur fengu nokkur tækifæri til að ná forystunni á síðustu tveimur mínútunum. Allt kom þó fyrir ekki og unnu Haukar að lokum með minnsta mun mögulegum, 92-93.

Stigahæstar heimakvenna í kvöld voru Ellen Nystrom með 23 stig og Abby Beeman með 22 stig.

Fyrir Hauka var stigahæsta Amandine Toi með 28 stig og Krystal Freeman bætti við 22 stigum.

Tölfræði leiks

Grindavík: Ellen Nystrom 23/6 fráköst, Abby Claire Beeman 22/6 fráköst/5 stoðsendingar, Farhiya Abdi 14/8 fráköst/6 stoðsendingar, Isabella Ósk Sigurðardóttir 14/14 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 12, Ólöf Rún Óladóttir 5, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 2, Ólöf María Bergvinsdóttir 0, María Sóldís Eiríksdóttir 0, Eyrún Hulda Gestsdóttir 0, Telma Hrönn Loftsdóttir 0.


Haukar: Amandine Justine Toi 28, Krystal-Jade Freeman 22/13 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 14/4 fráköst, Tinna Guðrún Alexandersdóttir 14/5 fráköst, Rósa Björk Pétursdóttir 6/8 fráköst, Sigrún Björg Ólafsdóttir 4/6 fráköst, Sólrún Inga Gísladóttir 3, Lovísa Björt Henningsdóttir 2/4 fráköst, Hafrós Myrra Eyland Hafsteinsdóttir 0, Ásdís Freyja Georgsdóttir 0, Ísabella Fjeldsted Magnúsdóttir 0, Ásta Margrét Jóhannesdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -