Undir 16 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Istanbúl í Tyrklandi.
Þessa dagana leika stúlkurnar í umspili um 9 til 16 sæti mótsins. Í fyrsta leik umspilsins vann íslenska liðið Svíþjóð með 25 stigum í gær og í dag lögðu þær Danmörku með 8 stigum, 62-54.
Atkvæðamestar fyrir Ísland í dag voru Berglind Katla Hlynsdóttir með 18 stig, 6 fráköst Sigrún Sól Brjánsdóttir með 16 stig, 13 fráköst og Arna Rún Eyþórsdóttir með 15 stig og 8 fráköst.
Næst mun liðið því leika lokaleik sinn á mótinu upp á 9. sætið, en hann er á dagskrá á morgun föstudag gegn sigurvegara leiks Lúxemborgar og Grikklands.
Upptaka af leiknum



