Frakkland lagði Belgíu örugglega í öðrum leik riðils Íslands á lokamóti EuroBasket 2025 í Katowice í dag, 64-92.
Sigur Frakklands var aldrei í hættu í leiknum, en þeir leiddu frá byrjun til enda. Stigahæstir í jöfnu liði Frakklands voru Elie Okobo og Bilal Coulibaly með 12 stig hvor. Fyrir Belgíu var Hans Wanvijn með 13 og Ismael Bako með 11 stig.



