spot_img
HomeFréttirLoftur mun taka slaginn með Blikum

Loftur mun taka slaginn með Blikum

15:09
{mosimage}

(Loftur Þór)

Loftur Þór Einarsson mun taka úrvalsdeildarslaginn með Breiðablik í vetur en búist var við því eftir síðustu leiktíð að Loftur myndi hætta körfuknattleiksiðkun. Hann fór með Blikum í æfingaferð til Danmerkur á dögunum og mun nýtast nýliðunum vel í baráttunni í teignum.

Á heimasíðu Breiðabliks segir að Loftur hafi að undanförnu verið við æfingar með Blikum og verði væntanlega klár í slaginn á föstudag þegar Skallagrímur kemur í heimsókn. Loftur lék 17 deildarleiki með Blikum í 1. deild á síðustu leiktíð og gerði í þeim að jafnaði 7,5 stig á leik.

Þá kom það einnig fram á dögunum að Nemanja Sovic hafi gengið í raðir Blika en þar er hann öllum hnútum kunnugur. Sovic gekk í raðir Stjörnunnar í sumar en var á dögunum sagt upp af félaginu og því að nýju kominn í raðir Blika.

Karfan.is stefnir að því að vera með beina netútsendingu frá viðureign Blika og Skallagríms í Smáranum næsta föstudag.

[email protected]

Mynd: [email protected] 

Fréttir
- Auglýsing -