spot_img
HomeFréttirLóa Dís til Keflavíkur

Lóa Dís til Keflavíkur

14:10

{mosimage}
(Lóa Dís Másdóttir)

Lóa Dís Másdóttir hefur skrifað undir samning við Keflavík og mun hún leika með liðinu á næsta tímabili í Iceland Express-deild kvenna. Lóa sem er 16 ára lék 13 leiki með Breiðablik í Iceland Expres-deild kvenna í vetur og skoraði hún 2 stig að meðaltali.

Lóa Dís er uppalin í Kormáki en samkvæmt heimasíðu Keflavíkur er hún ættuð úr Keflavík.

Er hún annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Keflavík en liðið fékk Pálínu Gunnlaugsdóttur frá Haukum á dögunum.

mynd: kki.is/Snorri Örn Arnaldsson
heimild: keflavik.is/karfa

Fréttir
- Auglýsing -