spot_img
HomeFréttirLjúka mótinu á jákvæðum nótum eftir frábæran seinni hálfleik

Ljúka mótinu á jákvæðum nótum eftir frábæran seinni hálfleik

U16 stúlkna lék í dag sinn síðasta leik á Norðurlandamótinu 2022 gegn Finnlandi. Þrátt fyrir 20 stiga tap spiluðu þær hörkugóðan seinni hálfleik þar sem Finnland skoraði ekki körfu síðustu 9 mínútur leiksins.

Gangur leiks

Ísland var mjög lengi að komast í gang í upphaf leiks, með aðeins 5 stig við miðjan leikhluta. Orkuskortur að hálfu Íslands í bland við góða vörn og enn betri hittni Finna varð til þess að Finnland leiddi eftir fyrsta leikhluta, 26-13.

Þær finnsku voru fljótar að skora 7 stig gegn einu í upphafi annars leikhluta og munurinn kominn í 19. Þrátt fyrir þrjú góð varnarstopp í röð frá Íslandi, náðu Finnar 5 fljótum stigum í viðbót og staðan komin í 38-14. Áfram hélt árás Finnlands og staðan í hálfleik 49-21.

Vörn Íslands var töluvert betri í þriðja leikhluta og neyddu þær Finna til að missa frá sér boltann ítrekað. Íslenska geðveikin var mætt á svæðið þar sem Ísland skoraði 8 stig gegn 2 á flottum kafla. Frábær leikhluti hjá Íslandi endaði aðeins með eins stigs tapi (18-17) og staðan fyrir síðast leikhlutann 67-38.

Orkan sneri aftur í fjórða leikhluta og Finnarnir áttu erfitt með að finna leið framhjá íslensku vörninni. Leikgleðin sem vantaði í fyrri hálfleik var greinilega fundin. Finnland, sem hafði ekki skorað körfu utan af velli síðan á fyrstu mínútu, skoraði aðeins 2 stig gegn 16 síðustu 9 mínútur leiksins. Lokastaðan 74-54 fyrir Finnlandi.

Atvkæðamestar

Erna Ósk Snorradóttir lauk mótinu með flottum leik, 12 stig, 5 fráköst og 3 stolna.

Tölfræði leiks

Myndir úr leik

Fréttir
- Auglýsing -