spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaLjóst hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum Bónus deildarinnar

Ljóst hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum Bónus deildarinnar

Lokaumferð Bónus deildar karla fór fram í kvöld með sex leikjum.

Nokkur spenna var í leikjum kvöldsins og réðist lokaniðurstaða deildarinnar ekki fyrr en á síðustu andartökum nokkurra leikjanna. Stærst var líklega að Tindastóll náði að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og Keflavík tók sæti KR í 8. og síðasta sæti úrslitakeppninnar.

Lokastaða deildarinnar (stig):

  1. Tindastóll 32
  2. Stjarnan 30
  3. Njarðvík 30
  4. Valur 26
  5. Grindavík 24
  6. Álftanes 22
  7. ÍR 22
  8. Keflavík 20
  9. KR 20
  10. Þór 18
  11. Höttur 12
  12. Haukar 8

Í fyrstu umferð úrslitakeppninnar munu því mætast?

Tindastóll (1) gegn Keflavík (8)

Stjarnan (2) gegn ÍR (7)

Njarðvík (3) gegn Álftanesi (6)

Valur (4) gegn Grindavík (5)

Staðan í deildinni

Tölfræði leikja

Úrslit kvöldsins

Bónus deild karla

Þór 114 – 119 Keflavík

Stjarnan 103 – 110 Njarðvík

Tindastóll 88 – 74 Valur

Grindavík 86 – 83 KR

Haukar 80 – 91 ÍR

Höttur 99 – 95 Álftanes

Fréttir
- Auglýsing -