Þá er 8-liða úrslitum lokið í 2. deild karla þar sem ÍG, Sindri, Íþróttafélag Breiðholts og Álftanes eru komin áfram í undanúrslit.
Sindri lagði Ármann 59-49 í 8-liða úrslitum, ÍG lagði Reyni Sandgerði 98-95, Álftnesingar lögðu Laugdæli 75-78 og Íþróttafélag Breiðholts hafði 84-95 sigur á KV.
Undanúrslitin fara fram á föstudag en þá mætast ÍG og Sindri og svo Íþróttafélag Breiðholts og Álftanes. Um útsláttarfyrirkomulag er að ræða en þau lið sem hafa sigur í undanúrslitum mætast í úrslitum 2. deildar.



