Kvennaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og Kostur munu halda hraðmót fyrir meistaraflokka kvenna dagana 1.-3. september þegar Ljósanæturhátíðin er haldin í Reykjanesbæ.
Þetta er þriðja árið í röð sem mótið er haldið og er að festa sig í sessi sem árlegur viðburður í undirbúningi hjá meistaraflokkum kvenna fyrir átökin á tímabilinu.
· Áætlað er að mótið fari fram dagana 1. – 3. september (miðvikudag – föstudag).
· Þátttökugjald er kr. 20.000 kr. á hvert lið.
· Leiktími verður 4*8 mín. og klukka stoppuð í vítum og á síðustu mínútunni í hverjum leikhluta.
· Líklegast tveir riðlar með fjórum eða fimm liðum í hvorum riðli.
Allar nánari upplýsingar gefur Sigurður H. Ólafsson, Formaður kvennaráðs kkd. UMFN í síma: 858-6020 og á netfanginu [email protected]