spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaLjónynjurnar knúðu fram sigur

Ljónynjurnar knúðu fram sigur

Bæði liðin eru búin að spila einn leik í deildinni, Hamarskonur með sigur gegn ÍR og Njarðvíkurkonur með tap gegn Grindavík. Njarðvíkurstelpur byrjuðu leikinn betur og leiddu allan fyrsta leikhluta. Hamarskonur komu sterkar til baka og jöfnuðu leikinn í öðrum leikhluta. Það var þó heimaliðið sem leiddi 35 – 33 í hálfleik. Gestirnir byrjuðu þriðja leikhluta betur en heimakonur komu sterkar til baka og fóru inn í fjórða leikhluta með sjö stiga forskot. Njarðvíkurkonur byrjuðu fjórða leikhluta vel, komust mest 13 stigum yfir en gáfu aðeins eftir, en unnu að lokum sanngjarnan sigur 73 – 68.

Byrjunarlið:

           Njarðvík: Júlía Scheving Steindórsdóttir, Vilborg Jónsdóttir, Jóhanna Lilja Pálsdóttir, Eva María Lúðvíksdóttir, og Anna Lilja Ásgeirsdóttir.

            Hamar: Íris Ásgeirsdóttir, Álfhildur E Þorsteinsdóttir, Gígja Marín Þorsteinsdóttir, Helga Sóley Heiðarsdóttir, Dagrún Ösp Jónsdóttir

Þáttaskil:

Góður kafli heimanna í fjórða leikhluta og sú forysta sem þær skópu þá dugði þeim til sigurs þrátt fyrir góða tilraun Hamarskvenna til að stela sigrinum.

Tölfræðin lýgur ekki:

Bæði liðin hittu ágætlega en töpuðu mikið af boltum. Það voru sóknafráköst heimamanna sem gerðu gæfumuninn, Njarðvíkingar tóku 21 sóknarfráköst á móti 11 sóknarfráköstum gestanna.

Hetjan:

Það er ómögulegt að taka út einhvern einn leikmann. Sannkallaður liðsigur Njarðvíkurkvenna.

Kjarninn:

Tvö ung lið sem eiga nóg eftir ólært. Bæði lið töpuðu boltanum oft og fengu m.a. oft á sig dæmd óþarfa skref. Á köflum mátti þó sjá fallegan körfubolta. Bæði liðin hefðu getað farið heim með sigurinn en það voru að lokum Njarðvíkurkonur sem kræktu í fyrsta sigur tímabilsins. Það kæmi alls ekki á óvart að við fengjum að sjá margar af þessum stelpum í úrvalsdeildinni á næstu árum.

Tölfræði leiksins

Umfjöllun: Þormóður Logi Björnsson

 

 

Fréttir
- Auglýsing -