spot_img
HomeFréttirLIU úr leik

LIU úr leik

Martin Hermannsson og félagar í LIU Blackbirds sáu tímabili sínu lokað í kvöld þegar LIU lá gegn Wagner skólanum í undanúrslitum Northeast riðilsins í bandaríska háskólaboltanum. Lokatölur 65-81 Wagner í vil.

Martin Hermannsson gerði 9 stig í leiknum og gaf 4 stoðsendingar á 34 mínútum. LIU var 1-11 í þristum í leiknum og tók Martin ekki eitt einasta þriggja stiga skot þetta kvöldið. 

 

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Wagner tók hægt og bítandi völdin í þeim síðari og tryggði sér farseðilinn inn í úrslitaleik NEC-riðilsins. 

 

Uppselt var á leikinn sem fram fór á heimavelli Wagner en það var í fyrsta sinn sem uppselt er á heimaleik Wagner þessa vertíðina. 

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -