spot_img
HomeFréttirLIU með frábæran seinni hálfleik

LIU með frábæran seinni hálfleik

 Elvar Friðriksson og Martin Hermannsson hjá LIU Brooklyn unnu sterkan sigur á liði St Francis University (ekki sami og St Francis Brooklyn) í kvöld. Leikið var á heimavelli Svartfuglanna og lokaskor kvöldsins, 66:60 heimamenn í vil.  Elvar setti niður risa þrist þegar um 2 mínútur voru til loka leiks og kom liði sínu í 4 stiga forystu.  Og þegar um mínúta var til loka leiks höfðu þeir LIU menn komið sér í nokkuð þægilegt 6 stiga forskot og allt leit vel út.  St Francis settu hinsvegar niður snöggan þrist og breytu stöðunni fljótlega.  En LIU voru svellkaldir á lokasprettinum og settu niður þau víti sem þurfti til og sigruðu að lokum með 6 stigum eftir að hafa verið undir með allt að 12 stigum í fyrri hálfleik. 
 
Elvar Már setti niður 14 stig í leiknum og sendi 2 stoðsendingar og Martin var með 4 stig og 7 stoðsendingar ásamt 4 fráköstum. LIU eru nú komnir í 50% vinningshlutfall með 6 sigra og 6 töp í NEC riðlinum. 
 
Topplið Gunnars Ólafssonar, St Francis Brooklyn sigruðu enn einn leikinn í kvöld og fórnarlömb þeirra var Wagner skólinn.  66:51 lokastaða þess leiks en Gunnar Ólafsson sat á tréverkinu og kom ekki við sögu að þessu sinni.  Jalen Cannon liðsfélagi Gunnars setti niður 29 stig fyrir lið sitt í kvöld og St Francis Brooklyn ylja sér vel á toppi NEC deildarinnar með 10 sigra og 2 tapleiki. 
 
 
Fréttir
- Auglýsing -