spot_img
HomeFréttirLIU Brooklyn lá í framlengingu

LIU Brooklyn lá í framlengingu

Háskólaboltinn hjá Elvari Má Friðrikssyni og Martin Hermannssyni hefst á tveimur tapleikjum því í nótt lá LIU gegn Saint Joseph´s á útivelli. Lokatölur 74-70 eftir framlengdan slag.
 
 
Elvar Már gerði 12 stig og gaf 2 stoðsendingar á 27 mínútum í leiknum og Martin bætti við 8 stigum, 3 fráköstum og 5 stoðsendingum á 36 mínútum. Báðir voru rétt eins og í fyrsta leik í byrjunarliði LIU.
 
Heimamenn leiddu 35-39 í hálfleik en það var svo Elvar Már sem kom LIU í 64-67 af vítalínunni þegar 10 sekúndur voru til leiksloka. Heimamenn dóu ekki ráðalausir þar sem James Demery skellti niður þrist og jafnaði 67-67 þegar þrjár sekúndur voru eftir. LIU náði ekki í stig á þessum skamma tíma og því varð að framlengja.
 
St. Joseph´s komust í 71-67 í framlengingunni en Elvar færði LIU nær með þrist, 71-70. St. Joseph´s komust svo í 72-70 á vítalínunni með 8 sekúndur eftir en Gerrell Martin reyndi sigurþrist fyrir LIU þegar sekúnda var eftir en hann vildi ekki niður og LIU náði að brjóta en þá var leikurinn runninn út í sandinn og St. Joseph´s lauk verkinu 74-70 af vítalínunni.
 
Tveir leikir og báðir hafa tapast en það er skammt stórra högga á milli hjá LIU því næsti leikur er aðfararnótt föstudags gegn Stony Brook og fer sá leikur fram í sjálfum Madison Square Garden!
 
Fréttir
- Auglýsing -