spot_img
HomeFréttirLítur ekki vel út fyrir Lamar Odom

Lítur ekki vel út fyrir Lamar Odom

 

Það líferni sem Lamar Odom hefur stundað síðan hann skildi við Khloe Kardasian virðist nú vera að ná heljargreipum á kappanum. Odom liggur nú þungt haldinn á spítala í Las Vegas eftir að hafa fundist seint í gærkvöldi meðvitundarlaus á vændishúsi Dennis Hof. Lamar skildi við Khloe Kardasian árið 2013 og hefur líf hans verið á hraðri niðurleið síðan ef marka má fréttir vestan hafs.  Til stóð að flytja hann með þyrlu á spítala í Las Vegas en vegna hæðar kappans virtist hann ekki passa í þyrluna og því var hann tekinn með sjúkrabíl á Sunrise sjúkrahúsið í Las Vegas. 

 

Lyfjaneysla tók við og hefur hann verið hvað eftir annað myndaður í annarlegu ástandi og illa útlítandi síðan.  Nýjustu fréttir herma að Khloe Kardasian ásamt systir sinni Kim og móður Kris Jenner séu mættar á sjúkrahúsið og sitja nú við hlið Odom en útlitið er alls ekki bjart. Sagt er að hjarta hans, lungu og nýru séu að gefast uppá líferni hans og að honum er haldið á lífi með öndunarvél. 

 

Lamar mætti á vændishúsið á laugardag og hefur dvalið þar síðan við gleðskap. Eigandinn, Dennis Hof hefur látið hafa eftir sér í miðlum að Lamar hafi verið ánægður og verið að skemmta sér mjög vel á meðan dvöl hans stóð. 

Lamar Odom skartar einkar huggulegum NBA ferli að baki,  en hann varð tvisvar meistari með liði LA Lakers og var valinn besti 6. leikmaður deildarinnar tímabiliði 2008-09.  Lamar spilaði með 5 liðum á ferli sínum í NBA deildinni (Lakers, Clippers, Miami Heat, MAVS og NY Knicks) Hann spilaði hinsvegar aldrei í Knicks búning þrátt fyrir að hafa farið á samning hjá þeim í fyrra.  

 

Það var árið 2013 sem að Odom hóf svo það líferni sem virðist vera að draga hann síðustu metrana í dag. Hann var handtekinn fyrir að keyra undir áhrifum ólöglegra efna þann 30. ágúst og svo fór að heyrast af brestum í hjónabandi hans við Khloe Kardasian. Khloe skildi svo við Odom í december 2013.  Síðan þá hefur líf hans verið líkt og rússíbani. Líflínu var kastað til hans allaleið frá Spáni þegar lið Laboral Kutxa bauð honum tveggja mánaða samning en þaðan þurfti hann að hverfa frá vegna bakmeiðsla. 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -