Bakvörðurinn Júlíus Orri Ágústsson lék í gærkvöldi sinn fyrsta meistaraflokksleik í úrvalsdeild fyrir Þór Akureyri. Júlíus Orri fékk að spreyta sig í rúmar þrjár mínútur með 100% skotnýtingu, eina skotið vildi niður og þá var hann með tvær stoðsendingar, 1 frákast og einn stolinn bolta á þessum skamma tíma. Ekki amaleg byrjun.
Júlíus sem verður 16 ára á þessu ári fékk laglega heimsókn í maí á síðasta ári þegar hann fyrir rælni rakst á NBA-leikmanninn Jeremy Lin í ísbúðinni Brynju á Akureyri. Tóku þeir kappar m.a. leik og þó nokkuð kunni enn að bera í milli hvað körfuboltagetu varðar hjá Jeremy Lin og Júlíusi er víst að körfuknattleiksáhangendur hérlendis eiga eftir að sjá stöðugt meira af Júlíusi á næstunni.
Mynd/ Páll Jóhannesson – Júlíus Orri gegn Snæfell í lokaumferð Domino´s-deildar karla.



