09:54
{mosimage}
Marc Gasol er frábær leikmaður eins og bróðir sinn)
Kobe Bryant var afar glaður þegar liðs hans L.A. Lakers fengu Pau Gasol í skiptum síðasta vetur. Við fyrstu sýn virtist hann hafa verið afhentur Lakers mönnum á gjafaverði en Kobe Bryant er ekki svo viss að Pau Gasol hafi verið keyptur fyrir ekkert.
Þegar Bandaríkjamenn rúlluðu yfir heimsmeistara Spánverja vakti einn ungur leikmaður athygli liðsmanna bandaríska liðsins og það var Gasol. Ekki Pau heldur litli bróðir hans Marc. ,,Eftir á að hyggja hefðum við ekki átt að láta hann frá okkur,” sagði Kobe en Memphis fékk valréttinn að Marc Gasol þegar félagið sendi Pau til Lakers. ,,Við hefðum átt að halda Marc líka.”
Marc vakti einnig athygli gamla refsins Jason Kidd sem sagði Marc vera draumasamherja. ,,Hann er strákur sem kann að spila leikinn. Allir myndu elska að hafa hann í liði með sér.”
Marc Gasol var valinn leikmaður ársins á Spáni í fyrra og á Memphis réttinn á honum ef hann ákveður að fara í NBA-deildina.
Mynd: www.cronodeporte.com