spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaLitlar líkur á smitum í afreksíþróttum - Opnið á æfingar og keppni...

Litlar líkur á smitum í afreksíþróttum – Opnið á æfingar og keppni 2. desember

Forstöðumaður lyflækninga- og endurhæfingarþjónustu Landspítalans Runólfur Pálsson ræddi við kvöldfréttir Stöpvar 2 í kvöld. Viðtalinu eru gerð góð skil á Vísi hér, sem og má lesa pistil hans og samstarfsmanns hans Davíðs O. Arnar af Fótbolta.net frá því fyrr í dag hér.

Í viðtalinu tekur Runólfur meðal annars fram að samkvæmt þeirri tölfræði sem til er séu litlar líkur á að Covid-19 smitist í afreksíþrótt eins og körfubolta, að áframhaldandi bann geti haft alvarleg áhrif og því beri að veita ákveðnum hópum undanþágur. Þá segir hann einnig að mögulegt sé að veiran verði á ferðinni langt fram eftir árinu 2021.

Líkt og sjá má hér fyrir ofan bendir þjálfari Stjörnunnar Arnar Guðjónsson á pistilinn, en hann, líkt og margir aðrir innan körfuknattleikshreyfingarinnar hafa verið duglegir á að benda á bæði þetta síðustu daga, sem og þá staðreynd að Ísland er næstum eina land Evrópu sem ekki leyfir íþróttir, hvort sem það er að æfa eða spila.

Hérna er hægt að lesa pistilinn af Fotbolta.net

Hérna er viðtalið úr kvöldfréttum Stöðvar 2

Fréttir
- Auglýsing -