spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2021Lítil breyting hjá liðum Íslands á heimslista FIBA

Lítil breyting hjá liðum Íslands á heimslista FIBA

Alþjóðakörfuknattleikssambandið FIBA uppfærði í gær heimslista sína. Bæði höfu karla og kvennalið Íslands leikið tvo leiki í landsliðsgluggum nú í nóvember sem höfðu áhrif á stigasöfnun þeirra á listunum.

Karlalið Íslands vann báða leiki í undenkeppni heimsmeistaramóts 2023 glugga sínum gegn Lúxemborg og Kósovó. Þrátt fyrir það færist liðið hvorki upp né niður og situr sem fastast í 46. sæti heimslistans sem 25. besta lið Evrópu.

Kvennalið Íslands tapaði báðum leikjum sínum í undankeppni EuroBasket 2021, fyrir Búlgaríu og Slóveníu. Við það færist liðið niður um tvö sæti og er nú í 66. sæti heimslistans sem 35. besta lið Evrópu.

Fréttir
- Auglýsing -