spot_img
HomeFréttirLitháar sendu Þjóðverja heim

Litháar sendu Þjóðverja heim

 
Þrír leikir fóru fram á EM í Litháen í dag. Heimamenn í Litháen höfðu betur gegn Dirk Nowitzki og Þjóðverjum með þeim afleiðingum að þeir þýsku eru úr leik. Serbar unnu spennusigur á Tyrkjum og Spánverjar skelltu Frökkum.
Litháen 84-75 Þýskaland
Chris Kaman var með 25 stig og 11 fráköst í þýska liðinu en Sarunas Jasikevicius gerði 17 stig, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði Litháa. Staðan var 75-75 þegar um tvær mínútur voru til leiksloka er Litháar tóku öll völd á vellinum.
 
Serbía 68-67 Tyrkland
Milos Tedosic gerði 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Serba í dag. Hjá Tyrkjum var Ömer Asik með 5 stig og 10 fráköst. Ersan Ilyasova fékk tækifæri til þess að stela sigrinum fyrir Tyrki en stökkskot hans geigaði.
 
Frakkland 69-96 Spánn
Rudy Fernandez gerði 15 stig, tók 4 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Spánverja í dag. Kevin Seraphin gerði 18 stig og tók 2 fráköst í franska liðinu. Tony Parker og Joakim Noah fengu báðir frí í franska liðinu í dag og Spánverjar nýttu sér fjarveru þeirra til fullnustu. Með sigrinum vinna Spánverjar E-riðilinn.
 
Spánverjar, Litháar, Frakkar og Serbar eru komnir áfram en eftir leikina á morgun ræðst hverjir andstæðingar þeirra verða í 8-liða úrslitum.
 
Mynd/ FIBA EUROPE: Milos Tedosic fór fyrir Serbum í naumum sigri gegn Tyrkjum í dag.
 
Fréttir
- Auglýsing -