spot_img
HomeFréttirLitháar eru ekkert að grínast þegar kemur að körfubolta

Litháar eru ekkert að grínast þegar kemur að körfubolta

 
Eins og fram kemur í formannspistli Hannesar Jónssonar á heimasíðu KKÍ í dag þá eru Litháar ekkert að grínast þegar talið berst að körfuknattleik. Að segja körfubolta þjóðaríþrótt Litháa lýsir aðeins litlu broti af áhuga þeirra á íþróttinni.
Í pistli Hannesar kemur fram að í Litháen hafi verið slegin sérstök mynt vegna Evrópukeppninnar en í.. ,, tilefni af EM lét Seðlabanki Litháens útbúa sérstaklega eina litháíska lítru sem körfubolta sem var notuð eins og hver önnur mynt í daglegum viðskiptum,“ segir Hannes í pistlinum.
 
Þá var einnig sett heimsmet í boltadrippli skömmu fyrir mót og ljóst að almenningur í Litháen hefur lagt sitt af mörkum til að gera mótið sem best úr garði.
 
Mynd/ Karfan.is komst í færi við téða mynt sem Litháar létu slá fyrir mótið.
 
Fréttir
- Auglýsing -