spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaLinda Marín áfram á Ísafirði

Linda Marín áfram á Ísafirði

Linda Marín Kristjánsdóttir hefur framlengt samningi sínum við fyrstu deildar lið Vestra á Ísafirði. Linda kom til liðsins eftir að síðasta tímabil var hafið og náði í 16 leikjum með liðinu að skila 7 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik. Áður hefur Linda leikið fyrir Þór Akureyri, Stjörnuna, Hamar og Breiðablik.

Tilkynning:

Linda Marín Kristjánsdóttir tekur slaginn í vetur með Vestra. Linda kom til liðs við Vestra í byrjun þessa árs þegar fáar umferðir voru búnar af mótinu vegna Covid stopps. Hún náði því að leika 16 leiki með liðinu og tók fljótlega við fyrirliðahlutverkinu. Á síðasta tímabili skilaði hún 7 stigum, 3 fráköstum og 1 stoðsendingu að meðaltali í leik.

Linda steig sín fyrstu körfuboltaskref á parketinu á Torfnesi undir merkjum KFÍ en hefur einnig leikið í meistaraflokki með Þór á Akureyri, Stjörnunni, Hamri og Breiðabliki. Það eru frábærar fréttir að Linda spili áfram fyrir Vestra enda kemur hún með reynslu inn í ungt lið okkar.

Fréttir
- Auglýsing -