spot_img
HomeNBALilliard þéttir enn frekar raðirnar fyrir ÓL 2020

Lilliard þéttir enn frekar raðirnar fyrir ÓL 2020

Fréttir gærdagsins sögðu frá því að Steph Curry ætli sér (ef örlög lofa) að gefa kost á sér í ólympíulið Bandaríkjana á næsta ári. Þessi sina sem Curry hefur komið af stað er nú þegar byrjuð að breiða úr sér og nú hefur verið haft eftir Damien Lilliard að hann ætli einnig að gefa kost á sér í ÓL liðið.

“Ég geri ráð fyrir að gefa kost á mér í þetta lið eins og staðan er núna” sagði Lilliard í samtali við fjölmiðla. Lilliard spilar með Portland Trail Blazers eins og flestir vita og skilaði 25 stigum og sendi 7 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðustu leiktíð. Einnig er nefnt að Draymond Green og Donovan Mitchell komi til með að gefa kost á sér í liðið fyrir næsta sumar.

Sem fyrr segir þá er augljóst að Bandaríkjamenn ætla sér gullið á ÓL og forvitnilegt verður að sjá hver verður næsta stórstjarna til að henda nafni sínu í ÓL 2020 hattinn.

Fréttir
- Auglýsing -