Á Ítalíu er Kristinn Pálsson ungur og efnilegur körfuknattleiksmaður frá Njarðvík að leggja grunn sinn að framtíðinni. Kristinn nemur nám við Marymount International School og spilar körfuknattleik fyrir Stella Azzura í Róm. Drengurinn unir hagi sínum nokkuð vel í höfuðborginni Róm en þetta er annað árið hjá Kristni á Ítalíu og um leið hans síðasta, því nú er hann á lokaári í skólanum.
Finnst snjórinn kósý og saknar hans
“Lífið á Ítalíu er alveg heljarinnar gott maður er alltaf upptekinn og hefur eitthvað fyrir stafni þannig að maður er ekkert að glíma við heimþrá eða eitthvað álíka. Það besta við að búa hérna er að vera í þessari stórborg Róm, þá er nóg um að vera nóg hægt að skoða þannig að ég myndi segja sð sagan í þessari borg er það besta við hana og allar þessar fallegu gömlu byggingar. Það versta við að búa hérna er snjóleysið en hefur ekki gerst síðustu 4 árin að það hafi snjóað hérna. Og þar sem mer finnst snjór svo kósý og skemmtilegur þá sakna ég þess. Þeir segja hinsvegar að þegar það snjóar hér þa fer allt i rugl lokað öllum búðum og skólum og svo framvegis.” sagði Kristinn Pálsson í jólaspjalli við Karfan.is
En hvernig er venjulegur dagur á Ítalíu hjá Kristni?
Venjulegur dagur hérna hjá mér fer eftir þvi hvort það sé skóli eða ekki. Ef það er skóli vakna ég og borða morgun mat og er kominn útur húsi um 8 leytið og þarf svo að labba í 20 mínútur til þess að komast i skólann sem byrjar 8:30. Skólinn er búinn 15:30 og þá fer ég heim og fer beint að lyfta. Eftir lyftingar eða um svona 6 leytið er svo körfuboltaæfing í Seria A2 Gold sem er næst efsta deildin á Ítalíu sem er þá frá sirka 6 til 9 leytið. Þjálfarinn stjórnar því hvenær er hætt er enn oftast er það nú um 9 leytið. Eftir æfingar er gíra sig í svefninn því það tekur svipaður dagur við á morgun.”
Skólinn
“Skólinn sem ég fer í heitir Marymount International School of Rome og er svona amerískur einkaskóli sem gengur á ameríska “high school” kerfinu. Ofaní það er skólinn lika svona International Bachelor þar sem þér er boðið uppá tíma sem þu ættir að öllu jöfnu að vera að taka í háskóla. Þetta er mitt síðast ár hér og þar af leiðandi er ég í elsta bekk og kem með til að útskrifast úr fjórum I.B (International Bachelor) tímum af sjö. Mér gengur bara nokkuð vel í þessu námi.
Líktu mér við Jón Arnór Stefánsson
Í körfunni hefur mér gengið mjög vel. Ég æfi með Veroli sem er lið i seria A2 gold en má ekki spila með þeim útaf útlendinga reglu sem er í gildi og svo spila ég með U19 liði Stella Azzura þar sem ég er fyrirliði en liðið er taplaust eftir fyrstu umferð í mótinu og eigum þá núna seinni helminginn eftir til þess að klára deildina. Mér persónuleg hefur verið að ganga mjög vel á þessu ári. Svo erum við einnig með U18 “Ferðalið” þar sem við ferðumst um Evrópu og nú rétt í þessu vorum við að koma heim frá Valladolid að þar sem við spiluðum til úrslita gegn Zaragoza en töpuðum. Eftir leikinn líktu leikmenn Zaragoza mér við Jón Arnór. Í verðlaunaafhendingu eftir mót var ég valinn besti skorari mótsins. Með þessu sama liði spilum við svo í Euroleague núna á milli jóla og nýjars (spilað nú um helgina) sem er stærsta yngriflokkamót í Evrópu á eftir A deild landsliða yngriflokka og þar koma “Scout-ar” frá öllum liðum NBA, háskólum og svo framvegis þannig að þetta er stórt svið fyrir unga leikmenn. Ef við vinnum svo mótið þá förum við i Final Four í Euroleague sem alla hefur dreymt um. En til að útskýra þetta betur þá eru fjögur mót og sigurvegarar hvers móts fara í Final Four.
Saknar skötunar frá langömmu og félaganna.
Það kemur upp annað slagið hjá manni smá söknuður í ýmislegt. Það sem ég sakna mest fra Íslandi er auðvitað fjölskyldan og vinirnir. Það er auðvitað Raggi (Ragnar Helgi Friðriksson) ofarlega á blaði sem er að gera feiki fína hluti i meistaraflokki með Njarðvík en við höfum alist upp saman í körfuboltanum og skólanum. Knútur Guðmunds, Frikki Bjarna og Pétur Brim ég sakna þeirra mjög mikið þeir fá S/O frá Ítalíu. Svo þegar það er svona nálægt til jóla þá vill maður helst fá jólamatinn frá ömmu og skötuna frá langömmu
Blóta óvart
Ég tala ítölsku reiprennandi og þar a leiðandi skil eg allt og get talað enn strákarnir hlæja stundum af mér þegar maður ruglar eitthverjum orðum saman eins og þegar maður er í einhvejrum alvarlegum samræðum og maður blótar kannski óvart enn ég ætlaði að segja eitthvað annað. Maður hefur ekki lent í neinu meira vandræðilegt enn þetta hérna með ítölskuna.
Áhugi frá skólum í Bandaríkjunum
Draumurinn hefur alltaf verið að fara í háskóla i Bandaríkjunum spila í NCAA og svo eftir það það þá má maður hugsa um atvinnumennsku ef maður kemst svo langt. Ef það klikkar þá hefur maður í það minnsta menntun á bakninu og þar með “Plan B”. Ég hef fundið fyrir áhuga háskólaliða frá Bandaríkjunum en ekkert fast í hendi. Ég held bara áfram mínu striki og vinn hart að þessu. Þetta kemur með þolinmæðinni. Ástæða þess að ég hef æft eins og skeppna öll þessi ár er einmitt fyrir þessu tækifæri. Ég hef þótt ég segi sjálfur frá, verið duglegur að æfa og svo spilar heppni alltaf inní þetta líka. En ég stjórna því ekki, ég stjórna sjálfum mér og geri allt sem ég get til þess að láta þennan draum rætast og um leið hugsanlega bý mér til mína eigin heppni.
Ítölsk menning
Ítölsk menning er mjög skrítin það sem þeir gera og ég er farinn sð gera líka, líkt og að nota handahreyfingar mikið þegar þeir tala og þetta er ég að apa upp eftir þeim ómeðvitað. Lika þegar fólk er að tala samaní rólegheitum þá er kannski fyrir áhorfanda að sjá að samtalið sé allt öðruvísi og jafnvel líkt og það sé mikil reiði í þessu samtali. Og þar koma eins og ég segi handahreyfingarnar sterkar inn. Flestir hafa kannski séð þetta í mafíósa myndunum og svona er þetta hérna.
Miami University ofarlega á blaði
Það er ekkert leyndarmál eins og ég sagði að minn draumur er að komast í háskóla í Bandaríkjunum og ef ég fengi að ráða væri Miami University þar ofarlega á blaði hjá mér en systir hans pabba býr einmitt í Miami og ég hef oft farið þangað og það myndi henta vel. Það er kannski ekki mikill möguleiki en aldrei að vita. Helsta markmiðið er hinsvegar að komast í mid-high level háskóla í NCAA.



