spot_img
HomeFréttirLíf og fjör við Mercedes Benz Höllina

Líf og fjör við Mercedes Benz Höllina

Þjóðverjar hafa haldið vel utan um keppnina í Berlín þar sem B-riðill EuroBasket fer fram. Sjálf höllin heitir Mercedes Benz Arena sem tekur rúmlega 13.000 manns í sæti. Fyrir og eftir leiki er jafnan mikið líf í kringum höllina enda nóg við að vera. Þetta er hið glæsilegast mannvirki, yrði nú ekki amalegt að ráðast í smíði á einni svona heima fyrir.

Eftir leik er hægt að skella sér beint út á nokkra körfuboltavelli og taka vel á því…

…nú og eftir öll átökin er hægt að slappa af…

…nú eða freista þess að vinna sér inn þvottavél hjá strákunum í Beko. Þú þarft reyndar að hafa sigur í einhverri ægilegri maraþonþraut en þetta ku víst vera hægt með því að grýta dúskboltum inn í gömul þvottavélavirki…

Gestir mótsins hafa ekki setið auðum höndum og nú þegar þetta er ritað eru stuðningsmenn Íslands að safnast saman við Holiday Inn hótelið gegnt Mercedes Benz Höllinni þar sem á að þétta raðirnar og koma með læti til leiks gegn Spánverjum. 

Fréttir
- Auglýsing -