spot_img
HomeFréttirLiðsstyrkur í Breiðholtið - Ellert til ÍR

Liðsstyrkur í Breiðholtið – Ellert til ÍR

ÍR-ingar hafa fengið liðsstyrk í baráttunni fyrir næsta vetur í Iceland Express-deild karla en bakvörðurinn Ellert Arnarson hefur gengið til liðs við þá. Ellert lék síðasta vetur með Hamri og er hann kærkominn viðbót í Breiðholtið en liðið missir Davíð Fritzson.
Gunnar Sverrisson, þjálfari ÍR-inga, er mjög sáttur með nýjasta liðsmanninn og sagði Ellert vera mikin styrk fyrir ÍR-liðið. ,,Hann stóð sig vel á síðasta tímabili í Hveragerði. Hann er frábær varnarmaður og mikill liðsmaður."
 
Ellert sem er uppalinn KR-ingur er 24 ára og er bakvörður. Hann lék alla 22 leiki Hamars í IE-deildinni og var með 11.3 stig og 5.2 stoðsendingar í leik í deildinni. Var hann stoðsendingarhæsti leikmaður liðsins.
 
ÍR-ingar missa Davíð Fritzson en hann er að halda til Svíþjóðar í framhaldsnám. Davíð lék 15 leiki í deildinni fyrir ÍR síðasta vetur og lék um 7.3 mínútur í leik.
 
Mynd/ Sveinbjörn Claessen tekur vel á móti nýjasta liðsmanninum í Breiðholti Ellerti Arnarsyni.
 
Fréttir
- Auglýsing -