spot_img
HomeFréttirLiðsheildin skóp sigurinn í Borgarnesi

Liðsheildin skóp sigurinn í Borgarnesi

Skallagrímur vann sinn fyrsta leik í Domino´s deild karla í kvöld þegar Stjarnan mætti í heimsókn í Fjósið í Borgarnesi. Lokatölur voru 94-85 þar sem Tracy Smith Jr. landaði aðeins annarri Domino´s deildar þrennunni með 22 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta var aðeins sjötta deildarviðureign Skallagríms og Stjörnunnar í úrvalsdeild í Borgarnesi, heimamenn hafa unnið fjóra leiki en Stjörnumenn tvo.
 
 
Ágúst Angantýsson var ekki með Stjörnunni í kvöld og þá vantaði Pál Axel Vilbergsson í raðir Borgnesinga sem og Egil Egilsson.
 
Af óviðráðanlegum orsökum tókst Karfan.is ekki að tryggja umfjöllun frá leiknum en hér að neðan fer snarpt erindi frá ljósmyndaranum Ómari Erni Ragnarssyni sem lét sig ekki vanta:
 
„Skallagrímur átti fínan leik og þarna kom inn loksins flott varnarframlag frá Tracy Smith Jr, eitthvað sem hefur vantað í vetur ásamt því að hann landaði 40 framlagsstigum. Skallagrímur lék án Egils Egilssonar og Páls Vilbergssomar, meðalaldurinn á bekknum var frekar lágur. Davíð Ásgeirsson átti frábæran leik ásamt Sigtryggi Arnari og Daða Berg en það má samt segja að liðsheildin hafi skapað þennan sigur,  allir lögðu sitt af mörkum. Ef Skallarnir ásamt Tracy halda uppteknum hætti þá munu örugglega fleiri sigrar detta í hús.“
 
 
 
Mynd/ Ómar Örn – Tracy Smith gerði Garðbæingum þónokkrar skráveifur í kvöld.
  
Fréttir
- Auglýsing -