Nýliðinn Dion Waiters hjá Cleveland Cavaliers í NBA deildinni varð á dögunum fórnarlamb vinsæls hrekks. Það hefur þótt til siðs síðustu ár að fylla bílana hjá nýliðum í NBA liðunum af poppkorni. Waiters á jeppa og hann tók við ansi miklu poppkorni.
Í Twitter-færslu sagði Waiters: ,,I hate being a rookie I´m not gone lie I´m mad as hellllll right my whole truck full of pop corn” – svo fylgdu nokkrir fýlukarlar og reiðir karlar með til að lýsa hugarástandi hans.



