spot_img
HomeFréttirLiðsfélagarnir koma Magnúsi til aðstoðar

Liðsfélagarnir koma Magnúsi til aðstoðar

18:19 

{mosimage}

Liðsfélagar Magnúsar Þórs Gunnarssonar í Keflavíkurliðinu í körfuknattleik hafa opnað styrktarreikning til handa honum og fjölskyldu hans en í gær brann íbúð hans við Kirkjuteig í Keflavík. Af þeim sökum lék Magnús ekki með Keflavíkurliðinu gegn Haukum í gær.

 

Miklar skemmdir urðu á íbúðinni og af því tilefni hafa liðsfélagar Magnúsar opnað styrktarreikning í Landsbankanum í Keflavík fyrir Magnús og fjölskyldu hans en Magnús á konu og barn.

 

Reikningsnúmerið er eftirfarandi:

 

Landsbankinn í Keflavík

0142-05-3358

Kt: 070281-4309

 

Frétt af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -