Íslenska landsliðið ferðaðist til Portúgal nú um helgina til þess að leika gegn heimakonum komandi þriðjudag 18. nóvember.
Leikurinn verður annar leikur liðsins í undankeppni EuroBasket 2027, en þeim fyrsta tapaði liðið heima í Ólafssal gegn Serbíu síðasta miðvikudag.
Leikur þriðjudagsins er á dagskrá kl. 19:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á RÚV.



