spot_img
HomeLandsliðinEuroBasket 2025Lið Tyrklands í leiknum á morgun -Nær Ísland að hafa gætur á...

Lið Tyrklands í leiknum á morgun -Nær Ísland að hafa gætur á ungri stjörnu Tyrklands?

Íslenska landsliðið mun mæta Tyrklandi í Istanbúl kl. 13:00 á morgun sunnudag 25. febrúar í undankeppni EuroBasket 2025. Leikurinn er annar tveggja í þessum fyrsta glugga keppninnar, en næst leikur Ísland svo heima og heiman gegn Ítalíu í nóvember á þessu ári.

Hérna er heimasíða mótsins

Liðin tvö er mætast á morgun áttu nokkuð ólíku gengi að fagna í fyrri leik gluggans, þar sem að Ísland vann fimm stiga sigur á Ungverjalandi heima í Laugardalshöll á meðan að Tyrkland laut í lægra haldi gegn heimamönnum í Pesaro á Ítalíu.

Líkt og Ísland tilkynnti tyrkneska liðið 16 leikmanna hóp fyrir leikina tvo, en hann hefur að skipa leikmenn sem flestir leika í sterkri efstu deild Tyrklands og/eða í EuroLeague.

Hópur Tyrklands:

Tarik Biberovic, Erten Gazi, Furkan Haltali, Sehmus Hazer, Omer Can Ilyasoglu, Sadik Emir Kabaca, Kerem Konan, Melih Mahmutoglu, Ercan Osmani, Sertac Sanli, Yigitcan Saybir, Kenan Sipahi, Bugrahan Tuncer, Berk Ugurlu, Okben Ulubay, Erkan Yilmaz

Sé litið til fyrri leik þeirra í þessum glugga, sem þeir töpuðu 87-80 úti á Ítalíu, er byrjunarlið þeirra gríðarlega sterkt. Þar eru Kenan Sipahi (Pınar Karşıyaka), Ercan Osmani (Anadolu Efes), Bugrahan Tuncer (Galatasaray), Tarik Biberovic (Fenerbahçe) og Sertac Sanli (Fenerbahçe) Allir leika þeir bæði í efstu deild á Tyrklandi og fyrir utan Pınar Karşıyaka í sterkum Evrópukeppnum.

Þeirra aðal leikmaður sóknarlega væri Tarik Biberovic leikmaður Fenerbahçe, en hann var þeirra lang besti leikmaður í tapinu gegn Ítalíu með 28 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar. Tarik er 23 ára tveggja metra framherji sem leikur fyrir Tyrkland þrátt fyrir að hafa fæðst í Bosníu. Með yngri landsliðum lék hann fyrir Bosníu, en 2018 gamall fékk hann tyrknest ríkisfang þegar hann skipti yfir til Fenerbahçe í Tyrklandi frá Spars Ilidža í Bosníu. Með Fenerbahçe hefur Tarik í þrígang unnið tyrkneska bikarinn og þá unnu þeir tyrkneska meistaratitilinn árið 2022. Þá var hann valinn með 56. valrétt af Memphis Grizzlies í nýliðavali NBA deildarinnar síðasta vor, lék með þeim í sumardeildinni með ágætis árangri, en hefur á þessu tímabili leikið fyrir Fenerbahçe.

Leikur morgundagsins fer af stað kl. 13:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Fréttir
- Auglýsing -