18:11
{mosimage}
(Haukur Helgi)
Haukur Helgi Pálsson hefur eytt síðustu dögum á Ítalíu en eins og áður hefur komið fram var honum boðið að leika með Stella Azzurra í Meistaradeild Evrópu yngri liða á milli Jóla og Nýárs.
Stella Azzurra endaði í 5. sæti á mótinu en liðið vann tvo leiki og tapaði tveimur. Haukur var í byrjunarliðinu alla leikina og stóð sig með mikilli prýði.
Í leiknum um 5. sætið sigraði Stella slóvenska liðið Union Olimpija 89:75 og var Haukur með hæsta framlag síns liðs í leiknum.



