Valur hefur samið við erlendan leikmann fyrir komandi tímabil í Dominos deild kvenna. Leikmaðurinn heitir Lexi Petersen og er 24. ára bakvörður. Lexi hefur leikið í efstu deild á Grikklandi en hún kemur úr Oregon háskólanum. Hún á að taka við af Mia Lloyd hjá liðinu en Lexi er þó ætlað að leika stöðu ás eða tvist að sögn forsvarsmanna Vals.
Lokaárið í háskólaboltanum var með 13,4 stig, 3,5 fráköst, 2,5 stoðsendingar og 1,1 stolna bolta að meðaltali í leik. Hún var með 46% nýtingu í tveggja stiga og 44,7% í þriggja stiga. Í grísku deildinni 2016-2017 var hún með 10,9 stig, 6,3 fráköst, 2,4 stoðsendingar og 49% nýtingu. Hún var einnig valin í úrvalslið deildarinnar.
Valskonur enduðu í fimmta sæti Dominos deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið hefur samið við helstu lykilmenn liðsins frá síðasta tímabili auk þess sem Ásta Júlía Grímsdóttir, Ragnheiður Benónýsdóttir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, Kristín María Matthíasdóttir eru komnar til liðsins.
SO EXCITED for round two of my professional career. Next stop Reykjavik, Iceland _x1f1ee__x1f1f8_
— Lexi Petersen (@lexip33) August 10, 2017