spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaLexi með rifið krossband

Lexi með rifið krossband

Bakvörðurinn öflugi hjá Fjölni, Alexandra Petersen, meiddist á hnéi í leik gegn Hamri í síðustu umferð 1. deildar kvenna. Í ljós er nú komið að um krossbandsrif í hægra hnéi er að ræða og verður hún því frá í nokkurn tíma.

Áfall fyrir Fjölni, sem hafði farið frábærlega af stað í 1. deildinni. Sigrað fyrstu 4 leiki sína og eitt á toppi deildarinnar.

Alexandra fram að meiðslum verið besti leikmaður deildarinnar. Skilað 26 stigum, 7 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Fréttir
- Auglýsing -