spot_img
HomeFréttirLewis Clinch til liðs við Grindvíkinga

Lewis Clinch til liðs við Grindvíkinga

Er raunum Grindvíkinga í málefnum erlendra leikmanna lokið? Lewis Clinch er nýjasti liðsmaður Íslandsmeistaranna og þriðji Bandaríkjamaðurinn til að klæðast búning Grindavíkur þetta tímabilið.
 
 
Clinch er 191 cm bakvörður sem lék síðast í Dóminíska lýðveldinu og er útskrifaður frá Georgia Tech háskólanum í Bandaríkjunum. Kappinn er 26 ára gamall og hefur einnig leikið í Ísrael sem og í D-League í Bandríkjunum.
 
Clinch verður með í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Stjörnunni í Röstinni í einum af þeim fjölmörgu spennandi leikjum sem boðið verður uppá.
  
Fréttir
- Auglýsing -