Hamar/Þór hafði betur gegn Njarðvík í Hveragerði í kvöld í Bónus deild kvenna, 89-84.
Leikurinn sá annar sem Hamar/Þór vinnur á tímabilinu, en þær eru eftir hann í 9.-10. sætinu með 4 stig líkt og Ármann. Njarðvík er öllu ofar í töflunni, í 1.-3. sætinu með 22 stig líkt og KR og Grindavík.
Karfan spjallaði við Hákon Hjartarson þjálfara Hamars/Þórs eftir leik í Hveragerði.



