spot_img
HomeFréttirLéttleikandi Keflavíkurstúlkur með öruggan sigur

Léttleikandi Keflavíkurstúlkur með öruggan sigur

Keflavíkurstúlkur voru ekki í töluverðum vandræðum að leggja stöllur sínur úr Hveragerði í kvöld þegar Hamar og Keflavík mættust í annari umferð Dominosdeildar kvenna.  Keflavík leiddu megnið af leiknum og voru yfir í hálfleik þá þegar með 15 stigum.  Þær lokuðu svo leiknum með þægilega öruggum 86:47 sigri á gestum sínum. 

 

Hamar hóf leikinn af krafti og settu fyrstu þrjú stig kvöldsins. Það má segja að þar með hafi hápunktur þeirra kvölds hafa komið og farið.  Keflavík hreinlega setti vélina í gang og hóf af miklum krafti að byggja upp forskot sitt.  Leikur heimastúlkna var afar léttleikandi og skemmtilegur. Þessi auka sending sem þjálfarar tala alltaf um var hvað eftir annað að líta dagsins ljós og Keflavík stóð hvað eftir annað með boltann gersamlega óvaldaðar undir körfunni. 

 

Þetta var í raun skólabókardæmi fyrir þessa "Princeton sókn" sem Keflavík er að spila.  Miklar hreyfingar án bolta og svo óeigingirni leikmanna gerði þetta að nokkuð skemmtilegum leik á að horfa.  Keflavíkurliðið eins og áður hefur komið fram ungt að árum og í raun kynslóðaskipting  í gangi.  Hópurinn stendur saman af unglingaflokki klúbbsins ásamt erlendum leikmanni.   Erfitt er að tína út einn leikmann eftir kvöldið en hinsvegar vakti frammistaða Þórunnar Carr mikla lukku hjá undirrituðum en hún er aðeins á 16. ári.   Stúlkan virtist vera nokkuð örugg í flestum sínum aðgerðum og hefur allt að bera til að verða frábær leikmaður.  Fylgist vel með þessari stúlku á næstu árum því hún á framtíðina fyrir sér. 

 

Hamarsliðið á von á hörðum vetri sé liðið dæmt að leik kvöldsins.  Það var lítið sem gekk upp hjá þeim dömum og erlendur leikmaður þeirra Suryja McGuire var langt frá því að sýna það sem að öllu jöfnu er búist við að slíkum leikmönnum.  Sóknarleikurinn var frekar tilviljanakenndur og varnarleikurinn hvað eftir annað á hælunum.  Það verður þó ekki tekið af þeim að undirritaður hefur séð þessar stúlkur flestar spila körfuknattleik og þær eiga að getað sýnt betri leik.  Það er nú bara einu sinni þannig að allir eiga sína slæmu leiki og að öllum líkindum var þetta sá leikur hjá Hamar. 

 

Tölfræði leiksins.

 

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -