spot_img
HomeFréttirLettland vinnur undirbúningsmót

Lettland vinnur undirbúningsmót

09:15

Landslið Letta gerði sér lítið fyrir og sigraði þrjá leiki í röð á móti sem fram fór í Ríga frá 4.-6. ágúst síðastliðin. Mót þetta var undirbúningur fyrir Evrópumótið 2007

Lettland mættu Litháen í fyrsta leik og var ljóst að það yrði hörku rimma og fór svo að Lettar sigruðu með einu stig, 84-83, þegar Kristaps Janicenoks skoraði þriggja stiga körfu um leið og flautan gall.

Þetta var fyrsti sigur Letta á Litháen síðan 2001.

Lettar gerðu mikið úr leiknum og notuðu tækifærið að vera á heimavelli, verðlaunuðu gamla leikmenn og forseti Lettlands kom og heilsaði upp á leikmenn.Lettar léku svo næstu daga við Hvíta-Rússland og Nýja Sjálandi. Hvíta-Rússland var lítil fyrirstaða fyrir Letta sem unnu mjög svo sannfærandi sigur 84-52.

Lettar lentu í smávægis vandræðum með Nýja Sjáland. Agressívur leikstíll Nýja Sjálands færði þeim oft yfirhöndina en á endanum sigruðu Lettar, 82-74, þar sem sterkur varnarleikur þeirra, sem og hróp og köll þúsundir stuðningsmanna, kom þeim að góðum notum.

Golden State Warriors leikmaðurinn Andris Biedrinis, Lettlandi, var valinn maður leiksins að móti loknu.

Næsti leikur Letta er gegn sterku liði Rússa í kvöld í Ríga.

Heimildir: fiba-europe.com

Mynd: fiba-europe.com

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -