spot_img
HomeFréttirLesendur spáðu KR og Grindavík sigri

Lesendur spáðu KR og Grindavík sigri

Lesendur Karfan.is hafa talað…það verða KR í karlaflokki og Grindavík í kvennaflokki ef marka má spá lesenda vefsíðunnar. KR hlaut 121 atkvæði í lesendaspánni og Grindavík 68. Mjótt var á mununum í bæði Domino´s deild karla og kvenna.
 
Svona sáu lesendur Domino´s deild karla fyrir sér:
 
KR - 121
Keflavík - 114
Grindavík - 110
Njarðvík - 108
Snæfell - 100
Stjarnan - 83
Þór Þorlákshöfn - 57
Haukar - 53
ÍR - 51
Skallagrímur - 36
KFÍ - 21
Valur - 16

 
Svona sáu lesendur Domino´s deild kvenna fyrir sér:
 
Grindavík - 68
Haukar - 67
Snæfell - 59
Keflavík - 52
Valur - 44
KR - 37
Njarðvík - 20
Hamar - 13
 
Í Domino´s deild karla eru það s.s. KR-ingar sem þykja líklegir til afreka og að KR, Keflavík, Grindavík, Njarðvík, Snæfell, Stjarnan, Þór Þorlákshöfn og Haukar nái inn í úrslitakeppnina. Nýliðum Vals er spáð falli ásamt KFÍ.
 
Í Domino´s deild kvenna eru það Grindavíkurkonur sem þykja hvað sterkastar en þær fengu aðeins einu stigi meira en Haukar. Þá telja lesendur að Grindavík, Haukar, Snæfell og Keflavík verði þau fjögur lið sem komist í úrslitakeppnina. Nýliðar Hamars halda svo aftur niður í 1. deild kvenna ef lesendur er að marka.
 
Lesendur hafa því kveðið upp sinn dóm en von er á annarri spá frá KKÍ þegar líða tekur nær móti en sú spá er jafnan framkvæmd af forráðamönnum og fyrirliðum liðanna í Domino´s deildunum.
  
Fréttir
- Auglýsing -