spot_img
HomeFréttirLesendur spá kvennalandsliðinu misjöfnu gengi

Lesendur spá kvennalandsliðinu misjöfnu gengi

22:14
{mosimage}

 

(Ágúst Björgvinsson við stjórnartaumana á æfingu hjá kvennalandsliðinu fyrr í sumar) 

 

Síðustu vikur hefur könnun verið í gangi hér á Karfan.is þar sem við spyrjum lesendur í hvaða sæti þeir telji að kvennalandslið Íslands hafni á Norðurlandamótinu sem hófst í Danmörku í dag. Nokkuð mjótt er á öllum munum en flestir telja þó að íslenska liðið hafni í fimmta og síðasta sæti en það vekur einnig athygli að næstflestir telja að íslenska liðið vinni mótið.

 

Hér sjáum við stöðuna á könnuninni eins og hún er akkúrat núna en við leyfum henni að lifa áfram og spyrjum svo að leikslokum:

Í hvaða sæti hafnar íslenska kvennalandsliðið á NM í ágústbyrjun?   

5. sæti  25%       

1. sæti  22.2%       

3. sæti  21.4%       

4. sæti  16.3%       

2. sæti  15.1%       

Fjöldi kjósenda:  252   

Með því að smella hér er hægt að nálgast góða grein á heimasíðu KKÍ þar sem m.a. kemur fram hvar sé hægt að horfa á leik Íslands og Svíþjóðar í beinni á netinu á morgun.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -