spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaLeó við æfingar og keppni í Tékklandi

Leó við æfingar og keppni í Tékklandi

Breiðhyltingurinn efnilegi Friðrik Leó Curtis var á dögunum við æfingar og keppni með spænsku Next Hoops akademíunni í Tékklandi, en þetta er annað árið í röð sem hann fær boð um að taka þátt í mótinu.

Stórlið eins og Zalgiris Kaunas frá Litháen og Stella Azzurra frá Ítalíu eru meðal liða sem taka þátt. Besta frammistaða Leó kom gegn Vienna Timberwolves frá Austurríki þar sem hann skoraði 23 stig, tók 13 fráköst ásamt því að bæta við 5 vörðum skotum og 3 stolnum boltum.

Fréttir
- Auglýsing -