Friðrik Leó Curtis mun ganga til liðs við Nebraska Cornhuskers í bandaríska háskólaboltanum fyrir komandi 2025-26 tímabil.
Friðrik er að upplagi úr ÍR, en hann hefur leikið í Bandaríkjunum á yfirstandandi tímabili eftir að hafa verið einn besti leikmaður fyrstu deildar karla á síðustu leiktíð. Upphaflega hafði Leó ætlað að ganga til liðs við Arizona State, en hætt var við það á dögunum.
Cornhuskers eru staðsettir í Lincoln í Nebraska og leika í Big Ten hluta fyrstu deildar háskólaboltans. Það verður því nóg af stórum leikjum fyrir Leó á komandi tímabili, þar sem stórlið á borð við Michigan, Michigan State, UCLA og Maryland eru öll í sömu deild. Liðið sem slíkt nokkuð stórt á landsvísu í Bandaríkjunum, en síðast fóru þeir í Marsfárið á síðasta ári og þá leika þeir í 15 þúsund sæta höll, Pinnacle Arena.
Hjá liðinu hittir Leó fyrir fyrrum þjálfara Chicago Bulls í NBA deildinni Fred Hoiberg, en hann heffur þjálfað liðið síðustu sex tímabil. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson leikmaður KR lék á sínum tíma með Cornhuskers, 2017-21.



