spot_img
HomeFréttirLengsti leikur seinni tíma ? hvert metið féll á eftir öðru

Lengsti leikur seinni tíma ? hvert metið féll á eftir öðru

15:04

{mosimage}
(Eins og má sjá á stigatöflunni var annar hver leikmaður kominn með 5 villur)

Evrópukeppnin í Uleb-bikarnum stendur sem hæst. Á þriðjudagskvöldið fór fram leikur Alba Berlin frá Þýskalandi og KK Bosna frá Bosníu. Fyrstu 40 mínútur leiksins sáu þeir 5.200 gestir sem fylltu Max Schmeling-höllina skemmtilegan og spennandi leik. Staðan eftir venjulegan leiktíma 71-71 og grípa þurfti til framlengingar. Engan óraði hvað átti eftir að fara fram næstu mínúturnar en leikurinn var fimm framlengdur og tók yfir þrjá tíma að leika leikinn. Að lokum höfðu Berlínarbúar sigur 141-127 í fimmtu framlengingunni.

Alls voru þrettán met sett í leiknum sem fer í sögubækurnar sem einn rosalegasti leikur Evrópuleikur frá upphafi. Karfan.is veit ekki hvort þetta sé lengsti leikur frá upphafi en ef einhver hefur upplýsingar um lengri leik má senda línu á [email protected].

Saman skoruðu liðin 126 stig í framlengingunum fimm sem er met. Metið fyrir flestar leiknar mínútur var áður 55 mínútur en þeir Goran Nikolic, Bobby Brown og Julius Jenkins bættu allir það met.

{mosimage}
(Bobby Brown fagnandi sigri í leikslok)

Metin sem féllu:
Lengsti leikur 65 mínútur(5 framlengingar) – Var áður 55 mínútur(3 framlengingar)
Samtals stig: 268 var áður 231.
Stig skoruð af einu liði: Berlin/Bosna 127/141 var áður 121.
Tveggja-stiga tilraunir samtals: 120 var áður 111.
Tveggja-stiga tilraunir eitt lið: Berlin/Bosna 59/61 var áður 59.
Vítatilraunir eitt lið: Bosna 61 var áður 52.
Víti ofan í: Bosna 47 var áður 41.
Heildarfrákast: Berlin 61 var áður 53.
Varnarfráköst: Berlín 46 var áður 44.
Heildarstig í framlengingum: Bæði lið 126 var áður 73.
Stig í framlengingum: Berlin/Bosna 70-56 var áður 37.
Þriggja-stiga tilraunir samtals: 64 var áður 55.
Flestar mínútur í leik: Goran Nikolic(Berlin) 63:40, Bobby Brown(Berlin) 60:09 og Julius Jenkins(Berlin) var áður 55:00 mínútur í leik.

[email protected]

Myndir: euroleague.net/ulebcup

Fréttir
- Auglýsing -