spot_img
HomeFréttirLengjubikarinn rúllaði af stað í kvöld

Lengjubikarinn rúllaði af stað í kvöld

Fyrsti leikur Lengjubikarsins fór fram í kvöld er Þór tók á móti Njarðvík. Njarðvík hafði betur í þessum fyrsta leik vetrarins. Mikill haustbragur var á báðum liðum og greinilegt að mikil vinna er hjá báðum liðum síðasta mánuðinn fram að fyrsta leik í Íslandsmótinu.
 
Leikurinn var jafn framan af. Staðan eftir 1. Leikhluta var 16 – 16. Njarðvíkingar voru sterkari í 2. Leikhluta og staðan í hálfleik var 36-44.
Eftir 3. Leikhluta var 55 – 70 og Njarðvík virtist aldrei ætla að sleppa þessu leik frá sér.
 
Fjórði leikhluti einkenndist af því að bæði lið leyfðu minni spámönnum að spreyta sig sem gekk misvel hjá mönnum. Jón Jökull kom mjög sterkur inn hjá Þór og skellti niður 8 stigum á þeim stutta tíma sem hann fékk að spila. Njarðvík hafði sigur að lokum 78 – 93.
 
Atkvæðamestir hjá Þór voru: Sovic 21/13 , Baldur 17/2/6, Tómas 10/3, Raggi Nat 10/5, Jón Jökull 8/2, Emil 7/3, Davíð 3, Halldór 2. Vilhjálmur, Sveinn og Þorsteinn léku einnig en náðu ekki að skora.
 
Atkvæðamestir hjá Njarðvík: Elvar 19/3/3, Hjörtur 16/8, Magiej 16/4, Nigel 14/4, Ragnar 10/3, Egill 8/3, Friðrik 5/7, Ágúst 3/4 , Magnús 2. Óli , Halldór og Snorri léku einnig en náðu ekki að skora.
 
HH

MyndIr/ Davíð Þór: Á efri myndinni er Tómas Heiðar Tómasson í sínum fyrsta leik hjá Þór en á þeirri neðri er það Óli Ragnar Alexandersson sem sækir að vörn Þórsara.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -