spot_img
HomeFréttirLengjubikar karla: Röðun í fjögur fræknu

Lengjubikar karla: Röðun í fjögur fræknu

Í kvöld lýkur riðlakeppninni í Lengjubikar karla og þá verður endanlega ljóst hvaða lið munu mætast í ,,fjórum fræknum“ næsta föstudag. Þegar hafa Grindavík og Snæfell tryggt sér sæti í fjórum fræknu og því tvö sæti til skiptanna eins og sakir standa.
Svona er raðað í fjögur fræknu:
 
A-riðill
B-riðill
 
C-riðill
D-riðill
 
Sigurvegarar í A og B riðli mætast í fjórum fræknu og svo sigurvegarar í C og D riðli.
 
Í A riðli komast KR eða Þór Þorlákshöfn áfram, Þór þarf að vinna Skallagrím í kvöld og fara þeir þá áfram og mæta Grindavík. Ef Þór tapar verða það KR og Grindavík sem mætast í fjórum fræknum.
 
Í C-riðli er Snæfell komið áfram og mætir Njarðvík eða Keflavík í fjórum fræknum. Keflavík tekur á móti Njarðvík í kvöld í hreinum úrslitaleik og þarf Keflavík að vinna a.m.k. 14 stiga sigur í leiknum til að komast í fjögur fræknu.
 
Fjögur fræknu fara svo fram í DHL-Höllinni næstkomandi föstudag þar sem sigurvegarar í A og B riðli mætast kl. 18.30 og sigurvegarar í C og D riðli mætast kl. 20:30.
 
Hverjir komast áfram úr riðlakeppninni:
 
A-riðill KR/Þór Þorlákshöfn
B-riðill Grindavík
C-riðill Snæfell
D-riðill Njarðvík/Keflavík
 
Fréttir
- Auglýsing -