Í ljósi þeirra breytinga sem eru að verða á liði Snæfells þar sem Sean Burton er meiddur og fyrirhugað að Jeb Ivey taki hans stað hefur Lengjan hækkað stuðul sinn á liði Snæfells fyrir viðureignina gegn Keflavík í kvöld.
Hjá www.lengjan.is hefur verið hægt að tippa á úrslit körfuboltaleikja í allan vetur og þegar einvígi Keflavíkur og Snæfells hófst í úrslitum Iceland Express deildar karla var stuðull liðanna þannig:
Keflavík – 1,7
Snæfell – 1,65
Eins og sést á stuðlunum var Snæfell talið ögn sigurstranglegra en það hefur nú breyst í ljósi breytinga á liðinu. Í kvöld er Keflavík með stuðulinn 1,5 á sigur í leiknum en Snæfell 1,85. Þarna hefur nokkuð borið í milli enda telft á tæpasta vaði í Hólminum um þessar mundir með Burton í meiðslum og nýjan mann væntanlegan í Stykkishólm skömmu fyrir leik.



