spot_img
HomeFréttirLele úr húsi í sjúkrabíl

Lele úr húsi í sjúkrabíl

Lele Hardy var aðeins skugginn af sjálfum sér í kvöld þegar Keflavík og Haukar mættust í fyrsta leik liðana í úrslitakeppni kvenna. Lele spilaði þrjá fjórðunga og skoraði í þeim 15 stig og tók 6 fráköst. Allir sem þekkja til sjá augljóslega að þetta eru ekki tölur sem kallast eðlilegar frá henni. Svo fór að í lok þriðja leikhluta tók Ingvar Guðjónsson aðstoðarþjálfari Hauka Lele í fangið og bar hana út úr húsi. 

 

Fregnir herma að doði í kálfa hefur verið að angra hana og að í leiknum hafi hún fundið fyrir því að þessi doði væri að leiða upp líkamann.  Lele fór svo að lokum úr húsi í sjúkrabíl og Ívar Ásgrímsson þjálfari staðfesti að hún hafi verið send í sneiðmyndatöku en hafði ekki miklar áhyggjur og sagði þetta líkast til ekki mikið. 

Fréttir
- Auglýsing -