spot_img
HomeFréttirLele Hardy heldur í Hafnarfjörðinn

Lele Hardy heldur í Hafnarfjörðinn

Haukar hafa gengið frá ráðningu á erlendum leikmanni til að leika með kvennaliði félagsins á komandi leiktíð í Domonos-deild kvenna. Leikmaðurinn sem um ræðir er Lele Hardy og hefur leikið með Njarðvíkingum undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram á heimasíðu Hauka.
 
Hardy er þekkt stærð hér á landi og Haukum alls ekki ókunnug en hún varð til að mynda meistari með Njarðvíkurliðinu þegar grænar sigruðu Hauka í úrslitunum 2011-2012.
 
Hardy er 25 ára 178 cm á hæð og spilar stöðu framherja. Hún var efst í öllum tölfræði þáttum hjá Njarðvík á síðustu leiktíð með 29,1 stig, 19 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali í leik.
 
Það er ljóst að Haukaliðið verður nokkuð öflugt á komandi leiktíð en inn í liðið koma einnig þær Guðrún Ámundadóttir og Íris Sverrisdóttir sem ekkert léku með liðinu á síðustu leiktíð vegna meiðsla.
 
Fréttir
- Auglýsing -