Keflvíkingurinn Magnús Þór Gunnarsson hefur um langa hríð verið ein besta skyttan í úrvalsdeild karla í körfubolta og er fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins.
Hann verður seint sagður vinsæll í augum mótherjanna og gerði í því í mörg ár að fá áhorfendur andstæðingsins upp á móti sér. Það einfaldlega kveikti í honum og svaraði hann vanalega öllum hrópum og köllum með þriggja stiga körfum.



