spot_img
HomeFréttirLeikurinn kláraðist á línunni ? Ingram með tröllatvennu(Umfjöllun)

Leikurinn kláraðist á línunni ? Ingram með tröllatvennu(Umfjöllun)

21:43

{mosimage}

Haukar tóku á móti Ármann/Þrótti í 1. deild karla í kvöld að Ásvöllum. Fyrir leikinn voru liðin í 4. og 6. sæti með 16 og 14 stig. Með sigri gæti Ármann komist upp að hlið Hauka.

Eins og við mátti búast var þetta hörkuleikur og jafnt á flestum tölum. Það var nokkur hraði í byrjun og liðin sóttu nokkuð hratt. Það voru Ármenningar sem skoruðu fyrstu stig leiksins af vítalínunni þegar Gunnar Stefánsson setti tvö víti niður. Jafnt var á öllum tölum næstu mínútur og tölur eins og 5-5, 9-9, 13-14, 16-18, sáust. Ármenningar voru sterkari seinni hluta fyrsta leikhluta en Haukar náðu að komast yfir rétt áður en leikhlutanum lauk með tveimur vítaskotum frá Mareli Guðlaugssyni. Staðan 22-21 eftir 1. leikhluta.

{mosimage}

Annar leikhluti var eins og sá fyrsti. Liðin skiptust á að skora og munurinn aldrei meiri en nokkur stig. Haukar áttu í töluverðum vandræðum með Maurice Ingram enda karlinn stærri en flestir sem spila körfubolta á Íslandi. Hann var ekki áberandi í stigaskorum til að byrja með en hann tók mikið pláss á báðum endum vallarins. Það var mikil þriggja-stiga sýning í upphafi annars leikhluta en þá settu sex leikmenn beggja liða niður sex þriggja-stiga körfur af fyrstu átta körfum leikhlutans. Það voru Ármenningar sem fóru með fimm stiga forskot inn í hléið en þeir náðu því á lokamínútu hálfleiksins. Þá skoraði Friðrik Hreinsson góða körfu og Ólafur Ægisson kláraði leikhlutann með sniðskoti úr hraðaupphlaupi þegar tvær sekúndur voru eftir. Staðan 43-48 gestunum í vil.

Ármann byrjar seinni hálfleik vel og virtust vera mun betur stemmdari en Haukarnir. Það skilaði þeim þó ekki stigi fyrr en eftir tvær og hálfa mínútur þegar  Maurice Ingram skoraði undir körfunni eftir góða sendingu frá Gunnari Stefánssyni og munurinn kominn í sjö stig 43-50. Þá kom góður kafli hjá Haukum og þeir skoruðu sex stig í röð og minnkuðu í eitt stig. Þeir sóttu að körfunni sem skilaði þeim auðveldum körfum. Jóhannes Jóhannesson, miðherji Hauka, skoraði fjögur sti gá þessum kafla. Haukar komust svo yfir með þriggja-stiga körfu frá Sigurðu Einarssyni 54-52. Haukar gátu farið með eins stiga forystu inn í lokaleikhlutann en Óskar Magnússon settu eitt víti og geigaði á öðru í endann og staðan jöfn 57-57 fyrir lokaleikhlutann.

{mosimage}

Lokaleiklutinn var magnaður og þá ekki fyrir gæðakörfubolta heldur fyrir mikla spennu. Það var augljóst að hvorugt liðið ætlaði sér að yfirgefa Ásvelli með tap á bakinu. Mikið kapp og vel tekið á því. Haukar náðu sjö stiga forystu 67-60 þegar um fimm mínútur voru eftir og varnar- og sóknarleikur Ármenninga í molum. Gunnlaugur Elsuson, þjálfari Ármanns, tók leikhlé og leikmenn hans komu einbeittir úr leikhléinu. Ólafur Ægisson skoraði þriggja-stiga körfu í næstu sókn og Ármenningar skerptu á vörninni og uppskáru auðveldar körfur í kjölfarið. Þeir komust yfir 67-71 og höfðu skorað 11 stig í röð. Haukar minnkuðu muninn í eitt stig 70-71 með þriggja-stiga körfu frá Elvari Traustasyni. Næstu mínútur fóru mikið fram á línunni. Haukar voru að brjóta til að reyna ná að jafna. Ármenningar brutu einnig jafnóðum og á lokamínútunni voru tekin 18 vítaskot. Haukar náðu ekki að minnka muninn og Ármann/Þróttur vann 76-83.

{mosimage}

Maurice Ingram var drjúgur í endann fyrir Ármann/Þrótt. Hann tók mörg mikilvæg fráköst, setti hindranir og lokaði teignum.

Stigahæstur hjá Ármanni/Þrótti var Maurice Ingram með 21 stig ásamt því að taka 26 fráköst. Gunnlaugur Elsuson skoraði 19 stig.

Hjá Haukum var Marel Guðlaugsson með 16 stig og Óskar Magnússon með 14 en fimm leikmenn Hauka skoruðu 10 stig eða meira.

Sigur Ármanns fleytir þeim í 4. sætið þar sem þeir eiga innbyrðis viðureignina gegn Haukum. Haukar eru í 5. sæti en bæði lið eru með 16 stig.

Tölfræði

[email protected]

Myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

 

Fréttir
- Auglýsing -